Hin mennska Barbie-dúkka deilir selfie af sér ómálaðri

Valeria Lukyanova varð heimsfræg árið 2012 fyrir að vera „hin mennska Barbiedúkka“. Henni hafði alltaf dreymt um að líta út eins og Barbídúkka og komst í fjölmiðla árið 2012 þegar hún gaf það út að hún væri loksins ánægð með útlit sitt.

Það sem kom Valeriu í fjölmiðla nú í vikunni var að hún deildi mynd af sjálfri sér á Fésbókina, ómálaðri. Myndin sem var svokölluð selfie var af henni sjálfri algjörlega ómálaðri og í bikini.

„Allir vilja vera grannvaxnir og með fullkomið mitti. Allir fá sér sílíkon í brjóstin. Allir sem eru óánægðir láta laga á sér andlitið er það ekki? Það vilja allir vera fullkomnir, það er vitað í dag,“ segir Valeria í viðtali við GQ fyrir skemmstu.

Nokkrum klukkustundum eftir selfie myndina hlóð hún mynd inn á veraldarvefinn þar sem hún var klædd og förðuð fyrir Barbí-hlutverkið og var þá varla hægt að sjá að um sömu manneskju var að ræða.