Myndir:Keppendur á Íslandsmóti taka selfie fyrir mót

1Mynd_Facebook. Magnea Gunnars IFBB Bikini-Fitness

Mynd 1 af 9

Magnea Gunnarsdóttir - tekið af fanpage-síðunni Magnea Gunnars IFBB Bikni-Fitness

Í dag (fimmtudag) og á morgun föstudag fer fram Íslandsmótið í fitness og vaxtarrækt í Háskólabíói. Eftir langann undirbúning og erfiðan niðurskurð fá keppendur í fitnessflokkum karla og vaxtarrækt kvenna að stíga á svið í dag. Aldrei hefur þátttaka verið meiri í módelfitness er 72 keppendur munu taka þátt í módelfitness á föstudag.

Í ár eru tuttugu ár síðan fyrsta fitnessmótið var haldið hér á landi og hefur íþróttin aldrei verið stærri en alls munu 155 keppendur stíga á svið.

Keppendur eru eflaust flestir að naga á sér neglurnar af stressi og spennu þessa stundina en margir hafa póstað „selfie“ á samfélagsmiðlanna til þess að sýna þann árangur erfiðisins.

Dagurinn hefur tekið saman nokkrar myndir frá keppendum en óskar öllum þeim sem taka þátt á Íslandsmótinu góðs gengis.