Íslenskar stelpur lifa lífinu í L.A.

Þær Ásdís Reynisdóttir, Guðrún Adda Björnsdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir og Karitas Sigurðardóttir eru í þessum töluðu orðum staddar í Los Angeles.

Stelpurnar hafa síðustu tvo mánuði ferðast um Danmörku, Dubai, Tæland og Balí en nú eru þær í höfuðborg kvikmyndanna og glamúrsins og eru að fara á tónlistarveisluna Coachella. Þar munu þær syngja og dansa með ekki minni nöfnum en Pharrell Williams, Outkast, Kid Cudi, Skrillex, Rudimental, John Newman og mörgum fleiri.

Þetta myndband tóku þær upp í L.A. og sést greinilega að það hefur verið nóg að gera hjá stelpunum.