Svona hefði teiknimyndin Frozen átt að enda…

Disney teiknimyndin Frozen hefur farið sigurför um heiminn en í myndinni reynir Anna prinsessa ásamt ísflutningamanninum Kristoff og snjókarlinum Olaf að finna systur sína Elsu, nýkrýnda drottningu sem hefur lagt álög á konungsríkið svo þar ríki eilífur vetur.

En allur þessi skandall hefði ekkert endilega þurft að ske… sjáðu til, það voru foreldarar Önnu og Elsu sem komu þessu öllu saman af stað þegar þau misskildu ráðlegginguna frá steinunum í byrun myndarinnar. Sjáðu hér hvernig myndin hefði átt að enda.