Miley Cyrus: Þvílík breyting frá árinu 2009

1 hannah montana 2009

Mynd 1 af 43

Hannah Montana árið 2009

Mest umdeildasta manneskja heims árið 2013 er þessi unga pía hérna. Hún er fædd árið 1992 og varð heimsfræg sem Disney-stjarnar Hannah Montana árið 2006. Þessi sæta barnastjarna átti hins vegar eftir að taka miklum breytingum á komandi árum.


Miley varð þekkt nafn á árunum sem hún var hjá Disney en hefur áður sagt að það hafi verið virkilega mikil áskorun að ná af sér barnastjörnustimplinum. Það sé hlutverk sem margir festast í og verða aldrei meira en barnastjörnur.

Árið 2007 skrifaði Miley undir samning hjá Hollywood Records og ætlaði sama ár að hefja sólóferil. Í kjölfarið fór hún í tónleikaferðalag sem varð að tónleikabíómynd og bar hún nafnið Best of both Worlds: Hannah Montana & Miley Cyrus. Hún var því ekki með öllu laus við Disneystimpilinn.

Árið 2008 fór hún einnig að leika í kvikmyndum og ljáði meðal annars Penny í teiknimyndinni Bolt rödd sína. Auk þess fór hún að leika leiknum kvikmyndum á borð við The Time of Our Lives og The Last Song.

Titillagið í teiknimyndinni Bolt, “I Thought I Lost You” veitti henni tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna fyrir besta frumsamda lagið og eftir það fór tónlistarferillinn á fullt skrið.

“The rest is history” segja þeir í Hollywood.

Sjáðu einnig:

Miley Cyrus talar um femínisma og að rapparar haldi í klofið á sér allann fokkings daginn.