Deyr áfengisdauða og vaknar í fallhlífastökki!

Það er þekkt fyrirbæri að koma vinum sínum á óvart í tilefni afmæli þeirra. Normið verður hins vegar að teljast sem óvænt afmælisgjöf eða jafnvel óvænt afmælisveisla en ekkert í líkingu við þetta…

Josh vissi að vinir hans væru að skipuleggja eitthvað stórt fyrir afmælið hans en hann grunaði þetta aldrei.

Nokkur orð frá Josh sjálfum:

  1. Ég skrifaði undir eitthvað plagg nokkrum dögum fyrir afmælið mitt. Strákarnir voru búnir að hylja það sem stóð í kring svo ég skrifaði undir eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um hvað var. Það eina sem ég vissi var að við vorum að fara gera eitthvað klikkað á afmælinu mínu.
  2. Ég hef aldrei farið í fallhlífastökk áður.
  3. Ég er rosalega lofthræddur.
  4. Þeir settu á mig heyrnatól svo að ég heyrði ekki í hávaðanum í flugvélinni.
  5. Ég er algjör hæna þegar kemur að áfengi… ég tók fullt af skotum kvöldið áður og steindó… Það eina sem ég man var að við vorum á leiðinni heim úr bænum og svo er allt black…

„Engar áhyggjur, ég mun hefna mín einn daginn!“

Eina spurningin að lokum, er þetta alvuru?