Grandma Betty berst við krabbamein á Instagram

140321002327-grandma-betty-3-horizontal-gallery

Betty er áttræð amma drengs að nafni Zach Belden og greindist hún nýlega með krabbamein í lunga. Vitandi þess að hún muni ganga í gegnum ótrúlega erfiða tíma, bæði líkamlega og andlega, fékk Zach hugmynd til þess að hjálpa henni í baráttunni og gera síðustu daga hennar á jörðinni sem ánægjulegasta.

Hugmyndin hans var Instagram.

Í þeirri samskiptamiðlasprengju sem hefur svo mikil áhrif á samfélagið okkar í dag fékk Zach þá hugmynd að stofna Instagram aðgang fyrir ömmu sína til þess að deila myndum og myndböndum úr hennar daglega lífi.

Betty er bæði með "duckface" og "peace-merkið" alveg á hreinu

Betty er bæði með “duckface” og “peace-merkið” alveg á hreinu

Það byrjaði á því sem að þau kölluðu „Selfie Sunday“ sem er mjög fyndin hugmynd með áttræðri konu en hefur nú þróast út í að Betty hleður inn mynd á næstum því hverjum degi. Með tæpa 600 þúsund „followers“ á Instagram finnur Betty fyrir miklum stuðningi og segir fjölskylda hennar að það gefi henni eitthvað til að hlakka til á hverjum degi. „Hún spyr enn á hverjum morgni, „Hvað á ég marga vini í dag?“

Með hverri nýrri mynd bætast við fleiri sem fylgjast með henni og þúsundir senda henni stuðningskveðjur og bátaóskir sem hún segir að hjálpi mikið.

Þegar Betty er spurð hvað henni finnst um alla þessa athygli segir hún: „Ég hef verið hér í 80 ár og vona bara að ég geti kennt unga fólkinu eitthvað“.

Eins og sést á myndunum og myndböndunum hér í þessari færslu þá er Betty ansi töff og virðist vera hress þrátt fyrir erfileikanna sem hún glímir við. Við óskum henni alls hins besta.

Ef þig langar að fylgjast með Betty, senda henni batakveðju eða bara sjá hana dansa þá er Instagram aðgangurinn hennar HÉRNA.