Justine er á Íslandi og hún borðar krap… eða hvað?

Hver kannast ekki við iJustine? …Einmitt, flestir gera það kannski ekki. Þó er ekkert ólíklegt að þú hafir einhvern tíman rekið augun í þessa ungu konu en hún er „heimsfræg“ á samskiptamiðlunum.

Það er svo merkilegt hvað tæknin er mögnuð og getur skapað mikið af tækifærum. Justin Bieber til dæmis var frábær söngvari en hefði hann uppgvötast ef ekki væri fyrir Youtube? Í dag er heimurinn svo ótrúlegur að fólk getur meira að segja unnið við það að gera fáránlega hluti eins og að borða gúmmídekk eða segja að rauðhærðir hafi ekki sál. Það eina sem þú þarft til þess að fá borgað fyrir það er að taka myndband af því og hlaða á veraldarvefinn.

iJustine eða Justine Ezarik er ein af þessum furðufuglum. Þó svo að hún sé ekki „heimsfræg“ á Íslandi grætur hún sig örugglega ekki í svefn af því að hún er samfélagsmiðlastjarna. iJustine hefur yfir 3 milljónir áskrifendur á Youtube, 1,4 milljón elta hana á Twitter, tæp milljón vill vera vinur hennar á Fésbókinni og rúm 600 þúsund vilja fylgjast með henni á Instagram.

En hvernig fær hún borgað fyrir þetta allt saman?

Justine byrjaði að birta svokölluð vídjóblogg á Youtube árið 2006. Boltinn hjá henni fór hins vegar að rúlla fyrir alvuru árið 2007 þegar hún deildi myndbandinu: „300-page iPhone bill“. Myndbandið fékk umfjöllun fjölmiðla um allann heim og á aðeins tíu dögum fékk Justine yfir tvær milljónir áhorfa á myndbandið. Í lok ársins 2007 höfðu yfir 6 milljónir bæst í hópinn. Margmiðlunarvefurinn Youtube borgar fólki fyrir að hlaða inn myndböndum sem fá ákveðið mikið áhorf og fékk iJustine borgað fyrir þetta fyrsta myndband sitt sem sló í gegn litla 5 þúsund dollara eða rúma hálfa milljón íslenskra króna!

Í dag hleður Justine upp myndböndum á Youtube þrisvar í viku og virðist miðað við áhorfstölur vera að fá ansi mikið af beinhörðum peningum fyrir sinn snúð. Auk þess hafa vinsældir hennar skilað henni vörukynningarsamningum og samstarfsverkefnum hjá stórum fyrirtækjum á borð við Microsoft, Ford, Nicon, Doritos og Taco Bell.

Justine Ezarik hefur með allri þessari athygli skapað sér stórt nafn og fengið ýmis störf utan Youtube í auglýsingum og sjónvarpi og hefur hún meðal annars komið fram í þáttum á borð við The Vampire Diaries, Law & Order, Criminal Minds og The Bold & The Beautiful.

Þessi unga kona er stödd hér á landi ásamt Jennu systur sinni á vegum FOX Movies. Tilgangur heimsóknarinnar er að kynna kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty sem er að koma út á DVD og Blu-Ray. Ætla þær vinkonur að endurupplifa augnablik sem Walter Mitty (Ben Stiller) upplifði í kvikmyndinni. Áhorfendur Justine kjósa svo um það á samfélagsmiðlunum hvað verði næst á dagsskrá þeirra.

Nú þegar hafa þær birt mikið af myndum og myndböndum á öllum samfélagsmiðlunum og þar ber hæst að nefna myndband þar sem þær eru dregnar af sleðahundum á hálendi Íslands.

Auk þess efnis sem er í þessum pósti má fylgjast betur með Justine hérna:

iJustine Youtube

Instagram

Facebook

Twitter