Kynlegar athugasemdir: Píka eða budda?

10255893_777456825597681_7514022162570151392_n

Þessi auglýsing hjá Carter hársnyrtistofu þykir ansi tæp.

“Nú ætla ég að pústa aðeins um nokkuð sem hefur farið í réttlætiskenndina mína lengi:

Hafið þið tekið eftir því að við konurnar þurfum ALLTAF að labba lengra á klósett og í mátunaklefa? Hugsið aðeins út í þetta.”

Hópurinn „Kynlegar athugasemdir“ var stofnaður á Fésbókinni fyrir þremur dögum síðan af þeim Elínu Ingu og Margréti Helgu en hópurinn er ætlaður sem vettvangur til þess að deila athugasemdum tengdum kynbundnu jafnrétti. Á aðeins þremur dögum hafa meðlimir hópsins orðið 5,500 og lesendur síðunar skipta tugum þúsunda.

Lýsing hópsins á síðunni hljóðar svo:

Vettvangur fyrir fólk til að deila aðstæðum og/eða athugasemdum sem eru bundnar við kynferði og það hefur orðið fyrir í hversdagslífi sínu. Fyrir annað fólk að sjá hvað ójafnréttið liggur víða og grefur djúpt. Verum tillitsöm og notum ekki nöfn eða nákvæmar staðarlýsingar (nema þess þurfi), það er ekki það sem öllu máli skiptir.“

Hugmyndin að síðunni verður að teljast svipuð og að Tumblr-síðu Hildar Lillendahl: Karlarsemhatakonur, þar sem á báðum síðunum eru tekin saman ummæli, lífsreynslusögur, myndir og fleira sem þykja benda á misrétti kynjanna.

Á síðunni eru póstar sem fjalla um allt frá kynferðislegu ofbeldi og í athugasemdir um það að kvennaklefarnir í sundlaugum séu yfirleitt lengra frá inngangnum en karlaklefarnir.

 

Endilega skoðið Fésbókarhópinn HÉRNA,

Viðtal við stofnanda hópsins, Elínu Ingu Bragadóttur má lesa í viðtali DV Hér.