Justin Bieber 2007-2014: Er hann að missa það?

1

Mynd 1 af 31

Justin Bieber spilar á götum Stratford í Kanada árið 2007.

Justin Bieber þarf ekki að kynna fyrir neinum. Hann fæddist árið 1994 og þrettán/fjórtán ára gamall varð hann heimsfrægur fyrir rödd sína og framkomu. Ævintýrið sem byrjaði með því að krúttsprengjan Bieber hlóð myndböndum af sér á Youtube og söng svo úti á götu var fljótt að vinda upp á sig og í dag hefur Bieber unnið nær allt sem hægt er að vinna, þrátt fyrir að ferill hans sé rétt að byrja.

Eða hvað? Lífið sem barnastjarna virðist ekki bara vera dans á rósum og snemma voru menn farnir að veðja á það hvenær unga stórstjarnan myndi ‘floppa’.

Bieber hefur á undanförnu ári komist í kast við lögreglu, flúrað á sér líkamann, verið orðaður um vímuefnaneyslu og lent í slag við ljósmyndara. Er hann að missa það eða er hann bara tvítugur að skemmta sér?

Sjáðu eftirfarandi myndir sem sýna Bieber frá því að hann var aðeins 13 ára gamall að syngja á götunni í Kanada og til dagsins í dag. Hvað gerir Justin Bieber næst?