“Rapparar halda í klofið á sér allann fokkings daginn”

miley-cyrus-we-cant-stop-1-650-430

Þrátt fyrir það að hin klámfengna Miley Cyrus hafi þörf til þess að láta alla heimsbyggðina vita að hún elski eiturlyf þá virðist hún vera klárari en hún lætur í ljós.

Söngkonan sem hefur að undanförnu komið með slagara á borð við „We Can‘t Stop“, „Wrecking Ball“ og „Adore You“ er á forsíðu Elle‘s tímaritsins í Maí mánuði. Í viðtalinu sýnir strípalingurinn á sér nýja hlið og er greinilega meira í hana spunnið en hæfileikinn til að reka úr sér tunguna.

„Ég vill algert jafnrétti, punktur. Mér finnst ekki að konur eigi að stjórna heiminum þó svo að ég sé kona. Ég vill bara að allir sitji við sama borð,“ sagði Miley við Tavi Gevinson, ritstjóra Elle‘s þegar hann spyr um nýleg ummæli hennar um að hún sé femínisti.

„Ég tel að við höfum ekki enn náð 100% jafnrétti; Rapparar halda í klofið á sér allann „fokkings daginn“ og eru með hórur í kringum sig, en enginn talar um það. En ef ég gríp í klofið á mér og er með kynþokkafull módel með mér þá er ég að lítillækka kvenfólk? Ég er kona – Ég ætti að mega vera með stelpur í kringum mig! En ég er hluti af þróun hvað þetta varðar. Ég vona það að minnsta kosti,“ útskýrir Miley.

Miley Cyrus hefur fengið allann þá vondu athygli og gagnrýni sem í boði er á þessari plánetu og þar skína kannski hæst tilþrif hennar á VMA tónlistarhátíðinni þar sem hún tók hið margrómaða „Twerk“. Allt segir Miley þetta vera hluta af frelsun hennar frá því að vera Disneystjarna. Þó sé hún þakklát fyrir þá reynslu og að þar hafi hún fengið óborganlega æfingu þó svo að hún segir það hafa verið erfitt að ná af sér Hönnuh Montana ímyndinni.

„Mér finnst ég heppin – mikið af krökkum verða klikkaðir og festast í hlutverki barnastjörnu og ná einhvernvegin aldrei að verða það sem þeim er ætlað að vera,“ sagði Miley um breytinguna frá barnastjörnu og í martröð allra foreldra.

„Í dag er ég svo mikið sterkari sem einstaklingur en ég var fyrir þremur árum síðar og ég hef lært mikið síðan ég hætti hjá Disney“.

o-MILEY-CYRUS-ELLE-570 (1)

Mynd 1 af 2