Heimsreisufarar semja lag í hverju landi: Tókýó

“Allir eru svo litlir að meiraaðsegja ég er stór,” segir í laginu sem samið var í Japan.

Þeir Ástmundur Kolbeinsson, Jónas Atli Gunnarsson og Sæmundur Hrafn Linduson eru í heimsreisu. Þeir munu eyða næstu mánuðum í að ferðast um Asíu og heimsækja Stokkhólm, Kaupmannahöfn, Dubai, Tokyo, Bejing, Shanghai, Bangkok, Kambódíu, Víetnam, Kúala Lumpur, Bali og London.

Strákarnir ætla að semja lag í hverju einasta landi sem þeir heimssækja og deila því með lesendum Dagsins. Hér er lag strákanna frá  stoppi þeirra í Tókýó.

Tókýólagið er virkilega skemmtilegt með fyndnum texta. Myndbandið er líka kúl en það er tekið á svölum í miðri stórborginni.

Textinn er fyndinn og hann má sjá hér:

Eftir tíu tíma flug, orðinn þreyttur og þrútinn
Vissum ekki hvað var verið að plata okkur út í
Alveg lost, svo við hringdum í Yuki
Fórum í karókí og fengum sushi

Mjööögott, eins og photoboothsprell
Afhverju getur enginn japani sagt ell?
Skiptir ekki mári, þeir hljóta’ð verað djóka
Svo klæðumst og tölum eins og lókal

Sjáðu okkur, chillandi í kímónó
Sést í mig milli Gífú og Tókýó
Allir litlir, meiraðsegja ég er stór
En ef þú ferð eitthvað inn
þarftu að fara úr skóm

Án djóks farðu úr skónum undireins
Ekki neitt land sem er meira funny strange
Og reyndar næs og expensive líka
En japan er samt land sem ég mun alltaf fíla

Kominn til Tókýó, hér er kalt og rigning
Samt er það í lagi því sólin skín á milli (2x)

Nananana nana
Nana konichiva
Nanananana
Toyota, nintendo og toshiba

Kominn tim Tókýó, hér er kalt og rigning
Samt er það í lagi því sólin skín á milli