1   2   3

10 Mest fitandi réttir í heimi!

19077_SPRING_201_16x8

Þegar ég hugsa um feitasta mat í heimi þá verð ég að viðurkenna að hugurinn reikar ósjálfrátt til Bandaríkjanna. „Supersize“ geðveikin er á öllu og ef Bandaríkin væru borg þá væru þau örugglega höfuðborg skyndibitanna. Ótrúlegt en satt þá eru Bandaríkin ekki heimkynni feitustu rétta í heimi. Eftirfarandi er listi með 10 réttum sem má segja að séu eins konar óopinberir þjóðarréttir viðkomandi landa. Gjörðu svo vel!

stm5329f8f61d82520140319

Churros, Spánn

Okkur hefur alltaf fundist erfitt að fá okkur egg og beikon í morgunmat vegna þess að það er náttúrulega ekki það besta fyrir línurnar okkar. Á Spáni byrja þeir daginn gjarnan á að fá sér góða máltíð af Churros. Stórar lengjur af vínarbrauði sem þeir dýfa fyrst í sykur og kanil en svo í þykkt heitt súkkulaði. Rétt til að ná blóðsykrinum upp í morgunsárið!

stm5329f914c2a5220140319

Acaraja, Brasilía

Veistu hvað er alls ekki gott fyrir þig? Pálmaolía. Aðeins teskeið inniheldur 7 grömm af mettaðri fitu – sem er frekar óheppilegt af því að mettuð fita lætur mat bragðast mjög vel! Brasilíski rétturinn Acaraja inniheldur kúabaunir sem eru djúpsteiktar úr pálmaolíu og svo fylltar með vatapa og caruru (sterkar kryddjurtir, búnar til úr þurrkuðum rækjum, jarðhnetum og meiri pálmaolíu).

stm5329f8dbbc90320140319

Poutine, Canada

Úff, þetta er heldur ekkert lítill morgunmatur. Ein og sér er kartafla holl og við viljum halda áfram að trúa því, af því að kartöflur eru góðar. En Kanadabúinn er alveg að skemma það fyrir okkur með þjóðarréttinum Poutine. Franskar kartöflur baðaðar í kjötsafa og klumpum af cheddarosti. Þessi feitasti og mesti þynnkuréttur sem sést hefur er svo vinsæll í Kanada að hann er seldur á Burger King, og samkvæmt þeirra stöðlum inniheldur Poutine hvorki meira en minna en 740 kaloríur ásamt 41 gramm af fitu.