Ungfrú Ísland bloggar um fyrirmyndir

IMG_1259-682x1024

Tanja Ýr Ástþórsdóttir er sín eigin fyrirmynd.

 

„Ég hef oft fengið spurninguna „finnst þér þú vera góð fyrirmynd?“. Ég hef því oft velt fyrir mér spurningunni, hvað er að vera fyrirmynd? Flestir halda að það að vera góð fyrirmynd væri manneskjan sem útskrifaðist úr skóla á réttum tíma, með flottustu einkannirnar, brilleraði á bílprófinu, gengur í flottustu fötunum, í góðri vinnu, smakkar ekki á áfengi og tekur ekki smók af sígarettu. En svo fór ég að hugsa, afhverju er maður alltaf að horfa á þessa efnislegu þætti? Hvað með það sem býr innra með okkur?“

Þetta er inngangurinn að bloggfærslu frá Ungfrú Ísland árið 2014, Tönju Ýr Ástþórsdóttur sem ber titilinnn: Vertu þín eigin fyrirmynd. Bloggið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlunum og segir Tanja að það hafi verið lítil stelpa sem kom á tal við hana sem hafi fengið hana til þess að vilja skrifa um fyrirmyndir.

„Það labbaði upp að mér stelpa í Smáralind og sagði við mig að hún vildi vera alveg eins og ég“.

Tanja segir það vera algengann misskilning að það sé til einhver lokaður kassi utan um það hvað það er að vera fyrirmynd.

Tanja hefur fengið frábær viðbrögð við skrifunum og segist hafa fengið bæði hrósskilaboð í tölvupósti og á Fésbókarsíðu sinni.

Pistilinn má lesa í heild sinni HÉR og á bloggsíðunni, tanjayr.com