Þjálfari Beyonce segir frá rassaæfingum

bey

Tónlistarkonan Beyonce er heimsfræg og saman mynda hún og eiginmaður hennar, rapparinn Jay-Z, örugglega eitt þekktasta og áhrifamesta par heims. En Beyonce er ekki síður þekkt fyrir að vera falleg frekar en sönghæfileika sína og er alltaf í góðu formi. En hvernig fer hún að því?

Hjónakornin fóru til dæmis nýverið á 22. daga grænmetiskúr sem ætti að hafa hjálpað söngkonunni að tálga af sér óþarfa fituforða en auk þess sagði Marco Borges, einkaþjálfari Beyonce, að hún æfi hnébeygju, framstig og svokallað plié sem er eins konar Ballet-hreyfing. Ásamt því lætur þjálfarinn hana æfa fleiri en einn vöðvahóp á sömu æfingunni til þess að hámarka árangur.

Viltu prófa? Plié hnébeygja með hoppi er ein af þeim æfingum sem Marco Borges lætur Beyonce gera í sinni æfingarútinu en þá stendur hún með mikið bil á milli lappanna, beygir hnéin í 90° og hoppar upp. Þessi æfing segir þjálfarinn að tónli bæði rass og læri.

bey

Mynd 1 af 2