Meistari 305 & Jay-Lo gefa frá sér HM-lagið

Það styttist óðum í Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Brasilíu í sumar. Síðustu ár hefur verið hefð að samið sé sérstakt þemalag fyrir keppnina og nú síðast árið 2012 var það snillingur K’naan með lagið sitt Wavin flag. Í ár hins vegar er þessi veisla öll tekin upp á hærra plan þar sem einhver allra vinsælasti tónlistarmaður síðustu ára, Pitbull syngur lagið í ár og með honum er stórsöngkonan Jennifer Lopez og Claudia Leitte. Saman syngja þau lagið We Are One.

Það þarf ekki að hlusta á lagið lengi til þess að byrja dilla sér. Við bíðum spennt eftir myndbandi við lagið en spenntari eftir því að heyra lagið sungið á pöllunum í sumar.