Enn önnur ástæða til að hata Justin Bieber

jb and birdÁ meðan þú púlaðir í gegnum þinn átta tíma vinnudag til þess að geta borgað af íbúðinni næstu mánaðarmót, þá var hinn tvítugi Justin Bieber að fá Bugatti Veyron Grand Sport.

Ekki amalegur þessi? Svokallaður ofurbíll og er gripurinn sagður vera einn hraðasti götubíll sem völ er á í heiminum í dag. Bíllinn er samkvæmt MTV.com „gjöf“ frá rapparanum Birdman en Justin fær þó ekki að eiga bílinn heldur fær hann aðeins að keyra kaggann þegar honum lystir á meðan hann dvelur í Miami.

Ekkert venjulegur bíll enda kostar hann á milli tvö- og þrjúhundruð milljónir íslenskra króna en það er heldur ekkert venjulegt að vera Justin Bieber.

 

 

 


Hér er myndband Birdman við lagið Fire Flame en þar sýnir hann óspart nýja bílinn sinn árið 2010!