Enginn friður hjá Kardashian fjölskyldunni í Tælandi

Það elska allir að fara í frí. Það hlýtur því að vera ansi einkennilegt að vera raunveruleikaþáttastjarna og fara í „frí“.

Eins og öll heimsbyggðin veit þá hefur Kardashian fjölskyldan eytt síðustu viku í Tælandi og lentu þær mæðgur meðal annars í mikilli lífshættu eftir að fíll réðst á þær. En þrátt fyrir að fjölskyldan fari í frí þá fer þáttaröðin „Kepping Up with The Kardashians“ ekki í frí. Þess vegna hafði fjölskyldan ekki mikinn frítíma fyrir sig í Tælandsfríínu – eins og sjá má á myndunum hér að neðan. En ásamt því sem fjölskyldan ferðaðist yfir hálfann hnöttinn þá fór með þeim heilt upptökulið ásamt hár- og förðunarmeistara.

Hér má sjá myndir af fjölmiðlafárinu í kringum Kardashian fjölskylduna en hvert sem þau fóru elti minnst 5 manna tökulið.

article-2597127-1CD6508900000578-581_634x438 (1)

Mynd 1 af 9