1   2   3

8 lög sem þú trúir ekki að voru samin á undir 24tímum

Við erum með tónlist allt í kringum okkur hvert sem við förum. Sum lög verða meira áberandi en önnur og á bakvið tónlist liggur oft rosaleg vinna. Það er ekki gefins að verða heimsfrægur tónlistarmaður og vera dýrkaður og dáður af aðdáendum um allann heim. Okkur er kennt að til þess að láta drauma okkar rætast verðum við að vinna hörðum höndum og að allt taki tíma.

Þannig er það greinilega ekki með allt, en eftirfarandi eru átta lög sem hafa slegið í gegn og þú átt ekki eftir að trúa að hafi verið samin á jafn stuttum tíma og raun ber vitni!

beyBeyonce – Single Ladies – Samið á 20 mínútum

 

“Textinn var kannski ekki 100% tilbúinn orð fyrir orð en á 20 mínútum var lagið komið,” sagði Dream, höfundurinn að laginu Single Ladies í viðtali við útvarpsstöðina HOT97.

“Þegar að Bey kom inn eftir að hún var búin að skoða lagið sá ég á glottinu í andlitinu á henni að það voru stórir hlutir framundan,“ sagði Dream. Stuttu síðar skilaði lagið 4 grammy‘s verðlaunum.

kanyewest-allfallsdown

Kanye West – All falls down – Samið á 15 mínútum

Kanye hélt því ekki sem neinu leyndarmáli að hann lagði mikið á sig við gerð plötunnar The Collage Dropout. Platan var í vinnslu í heil fjögur ár en þó var lagið All Falls Down samið á einungis 15 mínútum, að hans eigin sögn.