Tók “selfie” með Forsetanum

10168239_10202708908497837_116102083_n

“Ólafur Ragnar er greinilega Iphone-maður”, sagði nafni Forseta Íslands, Ólafur Ásgeir Jónsson nú fyrr í kvöld þegar hann hitti blaðamann Dagsins.

Ólafur Ásgeir var í veislu vegna loka Grænlenskra daga hér á landi á vegum Flugfélags Íslands, Hróksins  og Kalaks sem er Grænlenskt/Íslenskt vinafélag.

Veislan var glæsileg og var haldin á Bessastöðum en þar var að sjálfsögðu Forsetinn sjálfur, Ólafur Ragnar Grímsson.

“Þegar Ólafur flutti ræðu spreytti hann sig aðeins í Dönskunni fyrir Grænlendingana en það gekk hins vegar ekki alveg sem skildi svo hann breytti smekklega yfir í Ensku”.

Ólafur hefur fengið mikil viðbrögð á Fésbókar síðu sinni eftir að hann tók svokallaða “selfie” með Forsetanum.

“Það var fullt af fólki sem vildi fá mynd af sér með honum og mér hefur alltaf fundist leiðinlegt að vera eins og allir aðrir svo ég fékk hann bara til að taka myndina”.

“Ólafi fannst þetta bara fyndið, hann reif af mér símann og afgreiddi málið með stakri prýði, Hann er greinilega Iphone maður”, segir Ólafur Ásgeir sprækur að lokum, enda ekki á hverjum degi sem maður er með á selfie hjá Forsetanum.

10173250_10202708908537838_702680239_n