Djamm er snilld í Perlunni á föstudaginn

 1891382_10202698554878702_1300610101_o

“Kemstu aldrei fram fyrir röð? Er þér aldrei boðið í eftirpartý? Aldrei boðið upp á drykk og ferðu alltaf ein/einn heim?”

Þetta segir í lýsingu á leikritinu Djamm er snilld sem er væntanleg leiksýning Stúdentaleikfélagsins í leikstjórn Tryggva Guðmundssonar. Leikritið er sýnt í yfir tíu metra háum hitaveitutanki í Perlunni sem áður geymdi Sögusafn Íslands.

Leikritið fjallar um ungan mann sem á sér þann draum að geta “masterað” djammið. Stúdentafélagið hefur safnað saman sönnum sögum frá djamminu og búið til hinn eina sanna leiðarvísi að því hvernig skal ná árangri á skemmtistöðum borgarinnar.

Uppselt er á frumsýningu verksins á föstudaginn 4.apríl en hægt er að sjá næstu sýningartíma ásamt frekari upplýsingum á Fésbókarsíðu leikhópsins Hérna auk þess sem hægt er að bóka í gegnum tölvupóstfangið studentaleikhusid@gmail.com.