Hafþór Júlíus er annar sterkasti maður heims

1800290_10153830034445391_655168483_n

Við Íslendingar erum einstök þjóð. Þrátt fyrir íbúafjölda á stærð við smábæinn Morón í Argentínu virðast hér vaxa heimsmeistarar á trjánum. Hafþór Júlíus Björnsson hefur síðustu tvö ár endað í þriðja sæti í keppninni um Sterkasta mann heims en náði í kvöld öðru sætinu en var aðeins hárspreidd frá sigri.

Þegar að aðeins ein þraut var eftir var Hafþór í öðru sæti og aðeins 1,5 stigum frá Litháanum Big Z (Žydrūnas Savickas). Í þriðja sæti sat Brian Shaw sem hefur unnið keppnina undanfarin ár. Síðasta þrautin var hins vegar Atlas steinninn en það er ein sterkasta grein Hafþórs og hefur hann unnið titilinn “The king og stones” síðustu þrjú ár.

Hér má sjá myndabandsviðtal við Colin Bryce, dómara í keppninni um sterkasta mann heims, eftir að ljóst var að Hafþór væri Konungur steinanna þriðja árið í röð:

 

Hafþóri brást ekki bogalistin þegar komið var í úrslitin en Brian Shaw, sterkasti maður heims undanfarin ár, missteig sig sem gerði það að verkum að Litháinn Big-Z  lennti í öðru sæti og endaði hálfu stigi ofar en okkur maður, Hafþór Júlíus Björnsson.

Það ber þó að hafa í huga að Hafþór er lang yngstur keppinauta sinna og hefur nú sýnt heiminum hvað í honum býr. Hafþór er hvergi nærri hættur og  ljóst er að Big Z á erfiða titilvörn í vændum.