Adam Karl starfar sem fyrirsæta á Indlandi

954533_10201954252998086_75582518_n

Hinn tvítugi Adam Karl Helgason er venjulegur strákur frá Reykjavík. Hann bjó um tíma í Seattle í Washington og síðar gekk hann í Menntaskólann við Sund. Í dag er Adam að starfa sem módel í Mumbai, tískuhöfuðborg Indlands.

„Þetta byrjaði nú allt bara óvart. Ég fékk skilaboð á Facebook um að koma í myndatöku fyrir Nude Magazine og eftir þá töku buðu Elite Model mér samning. Stuttu síðar hafði Elite samband við mig en þá var maður frá Indlandi að leita að módeli fyrir tökur. Ég fór niður eftir og við tókum nokkrar myndir og seinna um kvöldið fæ ég símtal og er boðið að koma til Indlands sem módel!“

10149968_10201954277558700_1605726292_n

Adam segir að starfið sé mjög skemmtilegt og að lífið á Indlandi sé spennandi. Þegar hann er að vinna vaknar hann snemma, er sóttur af ökumanni sem keyrir hann á tökustað en tökur geta tekið frá þremur klukkutímum og upp í heilan dag.

Hann segir hins vegar að það sé enginn týpískur dagur á Indlandi, Þegar hann og herbergisfélagar hans séu ekki að vinna geri þeir bara það sem þeim langar að gera. „Mumbai er rosalega stór borg og við finnum okkur alltaf eitthvað að gera“. Adam segir að ásamt því sem herbergisfélgar hans séu hressir þá hafi myndast vinahópur af krökkum sem eru í svipuðum sporum og starfi sem módel í borginni. „Við kíkjum í sundlaugarpartý eða strandargrill, förum út að borða eða höfum bara letidag heima“.

1964768_10201850836612964_217530264_n

En nú eru eflaust margir að hugsa, íslenskur strákur á Indlandi með útlit eins og þetta, fær hann eitthvað að vera í friði þarna úti?

„Indversku stelpurnar eru alltaf svakalega hressar og skemmtilegar. Þær eru opnar og eru alls ekki feimnar að segja hvað þær vilja. Mér fannst líka fyndið þegar ég kom heim úr flugi um daginn, þá hafði ein flugfreyjan mín fundið mig á Facebook“.

En þegar við spyrjum Adam spurningarinnar sem brenna á vörum allra stúlkna sem lesa þetta viðtal, þá segist Adam þó vera einhleypur (Facebookið hans er hér).

1483804_10201954247717954_948354440_n

Adam er búinn að vera úti í Indlandi í nær hálft ár en nú í Apríl rennur dvalarleyfið hans út og hann verður að halda heim til Íslands. „Ég er rosalega spenntur að hitta fjölskylduna mína og vini. Ég hef alveg fengið heimþrá hérna úti og það verður mjög gott að komast heim og knúsa mömmu“.

Hvað tekur við núna er ekki ákveðið en Adam segist spenntur fyrir frekari fyrirsætustörfum eða leiklistarnámi. „Annaðhvort ætla ég aftur út sem módel, þá til Evrópu, eða sækja um í leiklistarskólanum og þá einbeita mér að því. En ég hef allt sumarið til að finna það út“, segir Adam sáttur að lokum.

Það er greinilegt að það eru spennandi tímar framundan hjá Adam og Dagurinn mun án efa fá að fylgjast betur með gangi mála hjá þessum unga herramanni.

967463_10201954255438147_1189944437_n