Nýyrði vikunnar: Teygja

egillEgill Fannar Halldórsson vinnur gegn glötun Íslensku tungunnar með nýyrðasmíði

Það er ekki svo langt síðan ég var í rólegheitunum, mögulega að súpa á vatnsglasi, þegar ég leit upp og sá einhvern pappakassa með teygju í hárinu. Ég byrjaði á því að galopna augun og gera svona alveg rosalega hneykslaðann svip. Þar næst tókum við vinirnir upp á því að baktala hann alveg helling. Hvernig datt þessum nýliða það í hug að henda teygju í hárið á sér. Á öllum mínum árum hafði ég aldrei séð aðra eins vitleysu.

Það leið ekki á löngu þar til ég var kominn með teygju í hárið sjálfur. Ég henti mér á smá klippiverkfall áður en ég fór í ferðalag til Asíu á brimbretti. Þegar hárið var komið í einhverja meistarasídd var ég ekki lengi að teygja mig upp og þá fyrst fullkomnaði ég túrista-/hotboy-/badboytýpuna. Þessi teygja er s.s. frekar nýkomið tískufyrirbæri hjá körlum en á örugglega eftir að þykja eðlilegur fylgihlutur um ókominn tíma.

En þessi pistil er alls alls ekki um hárteygjur. Síður en svo. Hann er um nýyrði, eða þar að segja nýja merkingu á þessu orði sem við höfum notað í daglegu tali allt frá því að hár fór að vaxa á okkur mannskepnunum.

Nýyrðið “Teygja” er fundið upp til þess að fylla upp í rosalegt gat sem myndast hefur í íslenskri tungu. Margur hefur maðurinn farið inn í mannþröngina í World Class Laugum og séð óteljandi Teygjur skoppa inn og út úr buttlift tímum, beint inn í sexyspinning og þar næst raða þær sér á hlaupabrettin eftir litum á íþróttabuxunum.

Já, Teygja er því björg Íslensku þjóðarinnar til þess að geta greint kvennkyns líkamsræktariðkendur, módelfitness- og buttliftmeistara frá fjöldanum. Nauðsynleg aðgerð hugsa ég, sökum ört vaxandi áhuga á sportinu, og ört vaxandi fjölda Teygja í kringum okkur.

Ég viðurkenni að þetta gæti valdið svolitlum ruglingu hjá fólki sem er kannski að teygja með teygju talandi við aðra Teygju með teygju sem er að teygja. En ég meina, það reddast.

Ert þú með hugmynd að nýyrði? Sendu línu á dagurinn@dagurinn.is 😉