Fallegasta barn í heimi? Blue Ivy Carter

Beyonce-Blue-Ivy-Cafe

Mynd 1 af 22

Það fór ekki framhjá neinum þegar stjörnuparið Beyoncé og Jay-Z leigðu allann Lenox Hill spítalann í New York fyrir um það bil tveimur árum síðan.

Blue Ivy Carter kom í heiminn þann 7.janúar árið 2012 og frá þeim degi fengið svo mikla athygli að halda mætti að hún væri konungsborin.

Blue er einnig yngsta barnið á Billboard listanum þekkta fyrir að vera með í laginu Glory, sem faðir hennar, Jay-Z gaf út aðeins tveimur dögum eftir fæðingu hennar.

Dagurinn hefur tekið saman myndir af barninu fræga frá fæðingu þess og til dagsins í dag.