Íslenskar stelpur í teygjustökki í Nýja-Sjálandi

Þær Kristín Anný og Lára Jóhannsdóttir eru staddar í Nýja-Sjálandi þessa stundina en saman eru þær að ferðast um Asíu og Eyjaálfuna í rúma þrjá mánuði með bakpoka og sparibrosið eitt í farteskinu.

Dagurinn fékk leyfi til að birta myndband af Kristínu Anný þar sem hún stekkur niður 134 metra í teygju á vegum Nevis Bungy í Queenstown, Nýja-Sjálandi. En það er þriðja hæsta teygjustökk sem er í boði í heiminum svo þú færð klárlega í magann af því að horfa á þetta!

“Ég vissi að því lengur sem ég mundi bíða því hræddari yrði ég en samt meikaði ég þetta enganveginn!! Ég heyrði bara 3, 2, 1 og þá var ég bara off” sagði Kristín og bætti við: “Á meðan öskraði ég af öllum lífs og sálar kröftum  og voru setningar á borð við  “Fuck yeah” og “Mér tókst þetta”  sem gossuðu útúr mér þegar ég talaði við sjálfa mig á leiðinni upp”.

Þær vinkonur hafa verið að lenda í rosalegum ævintýrum og má fylgjast með þeim HÉR.

Að lokum sagði Kristín: “Við erum búnar að gera svo margt skemmtilegt en við erum á leiðinni í 15.000ft fallhlífastökk eftir fáeina klukkutíma (ekki segja mömnu)  svo það er margt sem við eigum eftir. En við leggjum það í vana okkar að láta okkar nánustu ekki vita af vitleysunni okkar fyrr en eftir á til að forðast óþarfa hjartatruflanir”.