Það borgar sig að bíða fyrir utan hjá Justin Bieber

tumblr_n2lpyjc2Um1qhft5ko1_r1_500

JB og stúlkan óþekkta

Samkvæmt Instagramsíðu ungu ofurstjörnunar Justin Bieber datt ungur aðdáandi kappans heldur betur í lukkupottinn fyrr í dag. Bieber póstaði mynd af sér og stelpunni heppnu og skrifar undir að hún hafi beðið fyrir utan hótelið hans í heila 24 klukkutíma og að síminn hennar hafi verið dáinn. Því hafi hann komið henni til bjargar og sagt við hana að hann skyldi sjá um hana.

Öruggt er að segja að Bieber fær öllu jafna ekkert litla athygli frá aðdáendum sínum og að þessi óþekkta stúlka sé ekki sú fyrsta sem hefur beðið heilu næturnar fyrir utan næturstað Biebers. Því gefur þetta aðdáendum hans nær og fjær skýr skilaboð: það borgar sig greinilega á endanum að vera eltihrellir!

Telja má víst að Justin Bieber ætti að búast við metaðsókn fyrir utan heimili sitt eða hótelherbergi næstu nætur en það er örugglega til margt verra en að ótal aðdáendur af hinu kyninu bíði fyrir utan húsið manns á nóttunni.