Pitbull og Enrique Iglesias saman í tónleikaferðalag

EnriqueIglesias2012iHeartRadioMusicFestivalu9MTvOr2o9LlÞetta eru tveir A-klassa kvennabósar

Armando Christian Pérez, betur þekktur sem Pitbull tilkynnti það á Instagram nú fyrr í dag að hann og Enrique Iglesias ætli sér að ferðast um heiminn og skemmta saman eins og þeim einum er lagið nú í vor. Enn hefur þó ekki verið tilkynnt um nákvæma dagssetningu tónleikana né hvaða lönd verði heimsótt.

Þeir félagar fóru áður í tónleikaferðalag árið 2011 en saman hafa þeir gefið út hittera eins og I like how it feels, I’m a freak og Come & Go.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum tvem kvennabósum á næstu mánuðum en ljóst er að þeir hafa i nægu að snúast en báðir hafa þeir verið að senda frá sér mikið af tónlist undanfarið auk þess sem Pitbull vinnur nú að þemalagi fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta sem fer fram í Brasilíu næsta sumar.