1   2   3   4   5   6

Langar þig í besta starf í heimi? SÆKTU UM HÉR!

article-0-1C3A89EB00000578-902_964x555 Þessi svíta á Necker eyjum er einn af þeim áfangastöðum sem þarf að gagnrýna

Ef þig hefur alltaf dreymt um að lifa eins og milljónamæringur en án þess að eyða krónu þá gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.

Lúxus ferðaþjónustufyrirtæki leitar að einum heppnum heimsborgara til að gegna því erfiða starfi að ferðast heimshorna á milli í heilt ár og prófa og gagnrýna hótel og ferðapakka.

Ef þú hefðir í huga að ferðast á eigin vegum um þessar slóðir mættir þú búast við því að borga rúmar 23 milljónir íslenskra króna fyrir viku á Velaa einkaeyjunni, sem inniheldur svítu sem einungis er hægt að nálgast með bát, Michelinstjörnu kokk og einka-höfrungasýningu. Aðrar sjö milljónir myndu fara í að borga nóttina á fimm stjörnu lúxushótelinu á Necker eyjum en svona mætti lengi telja því heildarverðmæti ferðarinnar eru litlar 113 milljónir íslenskra króna.

article-2579384-1C3A898300000578-486_964x583Hver sem er getur gist í svítunni á Necker eyjum en hún kostar reyndar litlar 7 milljónir fyrir nóttina!

En hvaða eiginleika þarf að hafa til þess að verða fyrir valinu í þetta skemmtilega verkefni? Nauðsynlegt er að einstaklingarnir hafi ástríðu fyrir því að ferðast og búi yfir bæði þekkingu og reynslu á því sviði. Einnig þarf sá og hinn sami að hafa gaman af ólíkri menningu, til dæmis í skemmtun og matseld auk þess sem einstaklingurinn þarf síðast en ekki síst að vera heiðarlegur og félagslyndur.

Flettu áfram til þess að sjá myndir frá áfangastöðum og til þess að sækja um starfið!