“Ég ætla mér að koma með titilinn heim!”

1800290_10153830034445391_655168483_n

Hafþór Júlíus Björnsson gæti orðið ein skærasta stjarna þjóðarinnar ef allt gengur upp hjá kappanum á komandi viku. Hafþór flýgur út til Los Angeles á miðvikudag og keppir hann um titilinn Sterkasti maður heims laugardaginn 22.mars. Mótið tekur tíu daga í heildina.

„Þetta eru virkilega góðar greinar í ár, þær henta mér mjög vel“ sagði Hafþór spenntur fyrir keppninni í samtali við Daginn.

Hafþór hefur endað í þriðja sæti á mótinu síðustu tvö ár og er hann orðinn þyrstur í að koma með titilinn heim. Hafþór hefur alltaf verið yngsti keppandinn í úrslitunum enda aðeins 25 ára gamall. Anstæðingarnir eru töluvert eldri og segir Hafþór sjálfur að hann sé búinn að nálgast þá hratt síðustu ár og að þeir séu skiljanlega stressaðir.

„Ég flýg út á morgun til að keppa á Sterkasta manni heims og ég ætla mér að koma með titilinn heim“.

Hafþór segir að af sex greinum sem hann viti um að keppt verði í á mótinu þá sé hann sigurstranglegur í fjórum þeirra.

„Það eru fjórar greinar þarna sem ég er mjög sterkur í og hef verið að vinna síðastliðin ár“.

1278188_10153222258460391_1263402381_n

Keppnisgreinarnar sem Hafþór er sérstaklega sterkur í eru:

Loading raise: Keppendur keppast við að hlaða einhverskonar hlut upp á pall. Markmiðið er að hlaða sem flestum hlutum á pallinn innan ákveðins tímaramma og sá keppandi sem er fljótastur hlýtur sigur í greininni. Í þessari grein er þyngd hlutarins ekki aðalatriði held skiptir lögun og stærð hans sem og hæð pallsins lykilmáli.

Keg toss (Kútakast): þessi þraut reynir helst á styrk, tækni og sprengikraft. Hér þurfa keppendur að kasta átta misþungum kútum yfir slá eða vegg. Hæðartakmarkið og þyngd kútanna er breytileg eftir árum. Hafþór setti nýtt Guiness heimsmet í janúar í kútakasti þegar hann kastaði 12,5 kílóa kút átta metra upp í loft!

Truck Pull: Hér draga keppendur heilann trukk, einungis með reipi sér til aðstoðar. Keppt er um besta tímann til að draga trukkinn ákveðna vegalengd eða hver nær að draga drekann lengst.

Atlas stone: Atlas steinninn hefur alltaf þótt vera svokölluð einkennisgrein keppninnar um sterkasta mann heims. Auk þess er keppt í öðrum steinagreinum en allar eiga þær það sameiginlegt að taka á styrk, grip, þol og snerpu. Óþæginleg stærð og lögun steinsins ræður þá jafnan úrslitum frekar en þyngd steinsins.

Keppnin hefst sem fyrr segir laugardaginn 22.mars en er þá keppt í riðlum. Eftir fimm daga riðlakeppni eru tveir hvíldardagar áður en úrslitin byrja en þau taka loks aðra tvo daga til viðbótar. Það verður spennandi að fylgjast með Hafþóri keppa fyrir Íslands hönd og mun Dagurinn að sjálfsögðu halda áfram að fylgjast með.

tn_Posted-On-Shock-Mansion-818