1   2   3   4   5   6   7   8   9

Íslenskt par keyrir um gullströndina á húsbíl

1499572_10152367157934928_380920463_nHjúin á fílsbak í Tælandi  

Arnór Hauksson Íslandsmeistari í vaxtarækt og kærasta hans Hildur Júlíusdóttir eru saman í heimsreisu. Dagurinn náði tali af þeim hjónum en nú eru þau ferðast um Ástralíu í húsbíl. Arnór sagði okkur frá ferðalaginu hingað til.

Hildur hafði talað um drauminn að ferðast um Asíu í marga mánuði svo parið leit til gamans við á skrifstofu Kilroy í ágúst síðastliðnum og kannaði hvað væri í boði.

„Stúlkan í Kilroy spurði hvert okkur langaði að fara en þá fór Hildur bara að telja upp staði sem að ég vissi ekki einu sinni að voru til“, sagði Arnór og bætti við: „Þrem dögum síðar fengum við sent frá Kilroy gróft ferðaplan sem innihélt heimsóknir á allskonar löndum og eyjum. Við treystum bara Kilroy fyrir þessu en viku síðar bókuðum við ferðina og fjórum mánuðum síðar fórum við út“.