Kim Kardashian stelur bikini af 16 ára systur sinni

1659832541_3333557857001_SPL718359-tmb1

Kardashian fjölskyldan er stödd í Miami ef það fór framhjá einhverjum, en systurnar eru svo virkar á samskiptamiðlinum Instagram að við á Íslandi vitum örugglega hvar þær systur verða næst á undan þeim sjálfum!

Miami þýðir hiti og hiti þýðir bikini. Í gærkvöldi póstaði Kim Kardashian mynd af sér í bikini af Kylie, 16 ára systur sinni.

“Yep stole Kylie’s bikini…she’s not getting it back”, skrifaði Kim undir myndina.

Það verður þó að segja að Kim er í flottu formi en hún eignaðist dótturina North West fyrir rúmu hálfu ári. Hins vegar má deila um það hvort að hún passi í þessi tilteknu sundföt frá Lolli en eins og áður sagði eru þau í eiga Kylie, systur Kim og var hún í þeim fyrr um daginn eins og sjá má hér að neðan.

 

kim_kardashian_kylie_jenner_bikini_selfie_instagram_miami_versace_hotel_19i4g9s-19i4ga0