Haffi vinnur öruggan sigur á Fit X Giants Live

GameOfThrones_S4-Trailer_50

Hafþór Júlíus Björnsson ætti að vera kunnur flestum landsmönnum en hann hefur sem kraftajötunn og leikari náð athygli heimsbyggðarinnar. Þessi tvöfaldi sterkasti maður Íslands, tvisvar sinnum þriðji sterkasti maður heims og leikari í nýjustu þáttaröð Game of Thrones ætlar nú í lok mars að gera atlögu að titlinum sterkasti maður heims.

Það hefur mikið verið í gangi hjá Hafþóri síðustu misseri og sést það greinilega á fésbókar- og Instagramsíðu kappans.

„Ég er búinn að vera að ferðast út um allt. Ég keppti í Kína í janúar og setti þar heimsmet í kútakasti. Svo var ég á Arnold Classic í Ohio í febrúar og var núna í gær að koma frá Ástralíu þar sem ég sigraði Fit X Giants Live“ segir Hafþór og bætir svo við: „En svo líka nóg að gera framundan, ég fer eftir 9 daga að keppa í Sterkasta Manni heims í L.A. og fer svo til Brasilíu í apríl“.

Hafþór sigraði FitX Giants Live í Ástralíu nokkuð örugglega en það er að vissu leiti eins konar undankeppni fyrir sterkasta mann heims. Hafþór hafði þó fyrir keppnin tryggt sér þáttökurétt á mótinu.

Í Ástralíu vann Hafþór þrjár greinar af fimm en meðal annars var keppt í svokallaðri Logg liftu, bera þungar tunnur og bílahlaupi sem felur í sér það einfalda verkefni að draga bíla á eftir sér.

Þann 19.mars fer Hafþór til Los Angels til að taka þátt í sterkasta manni heims og mun dagurinn að sjálfsögðu fylgjast þar með gangi mála.