Styttist í Game of Thrones

Hér ber að sjá glænýtt sýnishorn úr fjórðu seríu Krúnuleika. Sýnishornið hefur fengið nafnið Sectret, eða leyndarmál, og ljóst að þáttaröðin verður æsilegri en nokkru sinni.

Íslenski kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson fer með hlutverk í þáttunum og sagði hann í viðtali að leikstjórar og annað starfslið þáttanna hafi sagt honum að þessi þáttaröð verði stærri og betri en fyrri seríur.

Ljóst er að aðdáendum þáttanna er eflaust farið að hlakka mikið til enda lauk síðustu seríu með hvelli og skildi eftir allt opið.

Fjórða Serían af Game of Thrones verður frumsýnd í Bandaríkjunum þann 6. apríl og verður því sýnd hér á landi þann 7. eða 8. mars á Stöð 2.