Nýtt tónlistarmyndband frá Justin Bieber

Það er ekki hægt að segja neitt annað en að Justin Bieber hefur verið mikið á milli tannana á fólki undanfarið. Hann hefur átt hvern skandalinn á fætur öðrum og sagði nýlega að hann væri hættur í tónlist.

Myndbandið er við lag hans Confident og fær hann hjálp Chance the Rapper í laginu. Myndbandið er eins og þú getur ímyndað þér fókuserað í kringum Justin en hann sýndur elta stelpu í myndbandinu. Í miðju myndbandinu er lagið stöðvað þar sem Justin reynir pickup línu á stúlkuna með tæpum árangri. Dagurinn er ekkert sérstaklega hrifinn af uppátækjum Justins undanfarið en þó verður að viðurkennast að lagið er gott.